Það er fátt betra eftir annasama vakt að skella sér í heitan pott. Þeir Hafþór og Bergþór voru í góðu yfirlæti í heita pottinum, þegar blm átti leið hjá. Aðspurðir voru þeir ánægðir að geta farið í heitan pott og bráðnauðsynlegt eftir erfiðar vaktir. Því er ekki að neita að okkur dreymir um fullorðinn pott með nuddi og alles og í okkar villtustu draumum yrði neon lýsing, ljúf tónlist og alles til að ná fullkominni slökun. Menn verða bara að átta sig á að líkaminn er musteri sálarinnar og ber að gæta hans extra vel í svona vinnu. Þar myndi pottur með öllum græjum svínvirka fyrir mannskapinn og skila sér í allri vinnslu í hvaða formi sem er
Með fullri virðingu fyrir karinu sem myndin sýnir þá væri mikill munur að fá sæti og nudd… það er engin spurning!