1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

PSG vildi fá Janus Daða til að fylla skarð Karabatic

Skyldulesning

Handbolti

Janus Daði Smárason í leik Íslands og Litháens í undankeppni EM.
Janus Daði Smárason í leik Íslands og Litháens í undankeppni EM.
vísir/vilhelm

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain vildi fá íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason þegar liðið leitaði að manni að fylla skarð Nikolas Karabatic sem er meiddur og verður ekki meira með á tímabilinu.

Janus Daði gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Göppingen frá Aalborg í Danmörku fyrir þetta tímabil. Selfyssingurinn hefur leikið vel með Göppingen og frammistaða hans vakti athygli PSG.

Franska stórliðið hafði mikinn áhuga á að fá Janus Daða. Göppingen hafði aftur á móti engan áhuga á að sleppa honum og því varð ekkert af félagaskiptunum. Handbolti.is greindi fyrstur frá íslenskra miðla og vísar í Stuttgarter Zeitung.

Eftir að Karabatic sleit krossband í hné leitaði PSG logandi ljósi að manni til að fylla í hans skarð. Auk Janusar Daða hafði PSG áhuga á Slóvenanum Sebastian Skube en endaði á því að fá Hollendinginn Luc Steins á láni frá Toulouse út tímabilið.

Janus Daði skoraði eitt mark þegar Göppingen sigraði TuSEM Essen, 28-32, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Göppingen er í 5. sæti með tólf stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen.

Í átta deildarleikjum á tímabilinu hefur Janus Daði skorað sextán mörk og gefið fjórtán stoðsendingar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir