6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Pútín: Hægfara kyrking; „einn drepinn er morð.“ Stalín: „Milljón drepnir“ er tala.

Skyldulesning

Í hernaðarátökunum í gömlu Júgóslavíu fyrir aldamót var gerð loftárás á bækistöðvar sjóvarpsins, sem harðlega var gagnrýnd. Þar var NATO að verki ef rett er munað, en svo virðist sem fjölmiðlun sé illa séð í styrjöldum. 

Stalín ku hafa sagt: „Einn maður drepinn er morð, en milljón menn drepnir er tala.“

Útsendarar Pútíns velja fórnalömb sín gaumgæfilega þannig, að morðið hafi sem mestan fælingarmátt. Af nöfnum fjölda blaðamanna og andófsmanna, sem drepnir hafa verið, svo sem Önnu Politskovskaja, sést bein hótun til „skræk og advarsel“ eins og Danskurinn orðar það.

Af hreinni illsku og heift lét Hitler drepa 17 þúsund manns með loftárás í apríl 1941 á Belgrad, sem bar heitið „refsing“ fyrir það eitt að þetta fólk voru almennir borgarar en ekki hernaðarskotmark.

Þannig leit „Sprengju-Harris“ á málin þegar drepnir voru 42 þúsund íbúar i Hamborg á einu bretti í júlí 1943. 

Pútín virðist helst nota svæfingar/kyrkingar aðferðina í Kænugarði, og gæti umsátrið um Leningrad fyrir tæpum 80 árum verið ákveðin fyrirmynd.  


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir