9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Pútín tekur fyrstu sneiðina af Úkraínu

Skyldulesning

Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði vorið 2014, fyrir átta árum, að Rússland væri miðlungsríki sem hefði nokkur áhrif í næsta nágrenni en væri búið að vera sem stórveldi. Núna biður Biden Bandaríkjaforseti um fund með Pútín til að forða Evrópu, og heiminum öllum, frá stórstyrjöld. Biden er áhorfandi að atburðarás þar sem Pútín ræður framvindunni. Enda frestaði Pútín fundinum.

Ef Rússland væri miðlungsríki, eins og Frakkland og Þýskaland, þyrfti ekkert að ræða við Pútín. Honum yrði einfaldlega sagt að hypja sig annars hlyti hann verra af. En það er öðru nær. Pútín tók tvö austurhéruð Úkraínu í gær, yfirleitt kölluð Donbass, og vantar aðeins önnur tvö til til að ná landtengingu við Krímskaga sem hann hirti af Úkraínu fyrir átta árum – þegar Obama sagði Rússland miðlungsríki.

Pútin tók við völdum í Rússlandi um aldamótin. Í tuttugu ár hefur hann undirbúið að Rússland fái á ný viðurkenningu sem stórveldi. Hann sigraði Bandaríkin í Sýrlandi 2016, með því að styðja Assad forseta gegn uppreisnarmönnum studdum af vesturlöndum.

Bandaríkin urðu fyrir hrakförum í Írak 2003-2010 og niðurlægingu í Afganistan á síðasta ári eftir lengsta stríð í sögu Bandaríkjanna. Þótt Bandaríkin séu enn risaveldi taka hörmungar síðustu áratuga sinn toll af pólitísku þreki og valdaásýnd. Risinn í vestri veit ekki sínu viti í utanríkismálum (innanríkismálum ekki heldur) og er óstöðugur í framgöngu.

Pútín lítur svo á að Úkraínudeilan snúist um að vesturveldin taki tillit til öryggissjónarmiða Rússlands. Frá lokum kalda stríðsins er stöðug útþensla í austurátt af hálfu Nató og ESB með bandarískum stuðningi.

Eftir lok kalda stríðsins stækkuðu Bandaríkin og vesturveldin Nató til að þrengja að Rússum. Þegar árið 1994 var Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi boðin aðild. Þessi ríki höfðu verið í Varsjárbandalagi Sovétríkjanna. Tíu árum síðar var Eystrasaltslöndum boðin innganga. Þau höfðu verið hluti Sovétríkjanna.

Rússum var þvert um geð að næstu nágrannar sínir í vestri yrðu aðilar að hernaðarbandalagi stefnt gegn sér. Þegar innlimun Úkraínu og Georgíu í Nató kom til tals þegar leið á fyrsta áratug aldarinnar sögðu Rússar og Pútín njet, hingað og ekki lengra.

Síðan hefur verið Úkraínudeila, mismikið í fréttum þó. Vesturveldin steyptu af stóli Jakúsjenkó forseta Úkraínu árið 2014. Hann þótti of vinveittur Rússum. Í framhaldi tóku Rússar Krímskaga af Úkraínu, sem fékk skagann gefins frá Krútsjoff á sovéttímanum. Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum tóku völdin í austurhéruðum Úkraínu, Donbass. Núna verða þau innlimuð í Rússland. Líklega er það aðeins byrjunin. 

Vesturlönd gerðu mistök eftir sigurinn í kalda stríðinu. Í stað þess að efla vináttu, viðskipti og menningarsamskipti fóru vesturlönd þá leið að viðhalda Rússagrýlunni frá kalda stríðinu. Mistökin stafa af drambi, sem er falli næst.

Hnignun vesturveldanna er auðsæ. Bandaríkin, ESB og Nató hafa gefið út að þau munu ekki styðja Úkraínu í hernaði. Eftir hrakfarir í miðausturlöndum og Afganistan eru vesturlönd vanmáttug. Pútín er kominn með kínverskt skotleyfi á Úkraínu. Þurfti aðeins að hinkra fram yfir Ólympíuleikana í Peking.

Miðlungsríkið Rússland teiknar upp ný landamæri í Austur-Evrópu. Vesturlönd hóta viðskiptaþvingunum en geta samt ekki verið án rússneskrar orku. Sum stríð eru töpuð fyrirfram.     


Fyrri fréttEf ekki er rétt munað
Næsta fréttBjarmaland
spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir