7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Ráðgjöf um loðnuveiðar í næstu viku

Skyldulesning

Árni Friðriksson, sem kannaði norðursvæðið, kom til Hafnarfjarðar í gær.

mbl.is/Árni Sæberg

Þriggja vikna loðnuleiðangri skipa Hafrannsóknastofnunar lauk í gær. Loðnu varð vart víða á svæðinu við Austur-Grænland, mesti þéttleikinn var um miðbik svæðisins, en minnst fannst á svæðinu norðanverðu, samkvæmt upplýsingum Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs. Á næstu dögum verður unnið úr gögnum og ráðgjöf um veiðar eftir áramót gæti legið fyrir seinni hluta næstu viku.

Mælingar á loðnustofninum voru unnar í samvinnu Íslendinga og Grænlendinga, sem leigðu Árna Friðriksson til þátttöku í verkefninu. Árni Friðriksson, sem kannaði norðursvæðið, kom til Hafnarfjarðar í gær, en Bjarni Sæmundsson á miðvikudag. Að sögn Guðmundar gekk leiðangurinn í heildina vel, en nokkrar tafir urðu vegna veðurs á suðursvæðinu. Alls sigldu rannsóknaskipin um sjö þúsund sjómílur í leiðangrinum.

Meginmarkmiðið var mæling á stærð veiðistofns loðnu sem ætla má að komi til hrygningar í vetur og mæling á magni ungloðnu, sem verður uppistaðan í veiðistofni 2023. Mælingar á ungloðnu haustið 2020 leiddu til þess að gefinn var út upphafskvóti fyrir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.

Vísitala ungloðnu í leiðangrinum fyrir ári var sú næsthæsta frá upphafi slíkra mælinga. Ef ekki væri varúðarnálgun í aflareglu upp á fyrrnefnd 400 þúsund tonn hefði upphafskvótinn verið mun hærri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir