-1 C
Grindavik
27. janúar, 2021

Ráðherrar slegnir og segja mikið verk framundan

Skyldulesning

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýnir Seyðfirðingum stuðning.

Ráðherrar í ríkistjórn voru að vonum slegnir yfir eyðileggingunni sem blasti við þeim er þeir komu á Seyðisfjörð í morgun, þar sem stórar aurskriður féllu á föstudag. Eftir að hafa séð eyðileggingarmátt skriðanna með eigin augum og hlustað á frásagnir bæjarbúa og viðbragðsaðila segjast ráðherrar staðráðnir í að styðja við Seyðfirðinga. 

„Það er auðvitað alltaf sláandi á sjá svona með eigin augum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við Viðar Guðjónsson, blaðamann mbl.is, í dag. „Við erum auðvitað búin að sjá fréttamyndir, eins og öll þjóðin höfum við bara verið að fylgjast með.“

Mikið verk framundan

„Ég hef oft komið hérna. Var viðloðandi LungA-skólann og fleira,“ segir Katrín spurð að því hvort hún hafi tengst Seyðisfirði persónulega. Hún segist eiga þar góða vini.

„Það er mikið verk framundan og það er mjög mikilvægt að það verði ráðist í það hratt og örugglega,“ segir Katrín og bætir við að umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafi átt samræður við sveitarstjóra um flóða- og skriðuvarnir á svæðinu.

„Það eru menningarminjarnar sem ég veit að menningarmálaráðherra er að skoða með Minjastofnun. Það skiptir auðvitað bara máli að það verði ráðist í þetta og að það verði stuðningur til staðar fyrir íbúana, bara andlegur stuðningur.“

Í samtali við mbl.is sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og …

Í samtali við mbl.is sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að snjófölin dempaði aðeins hughrifin af eyðileggingunni.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðast strax til aðgerða

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók í sama streng og forsætisráðherra þegar hann lýsti aðkomunni á Seyðisfirði í morgun.

„Það er auðvitað bara erfitt að sjá þetta. Þetta er ógnvekjandi,“ sagði Sigurður. 

Spurður að því hvort ríkisstjórnin ætlaði að taka þátt í uppbyggingarstarfi var Sigurður fljótur að svara. „Já, ég held að það sé enginn vafi í okkar huga og ég held ég geti alveg sagt við Seyðfirðinga að allir Íslendingar standi á bakvið þá í þessu. Við munum fara hratt í það sem þarf að gera, það þarf að fara í hreinsun.“

„Hús á hliðinni, grjót og drulla yfir öllu.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var einnig spurður um hvaða tilfinningar vakni við að koma til Seyðisfjarðar. 

„Það er bara sláandi að sjá þetta. Það er bara eins og hér hafi rosalegar hamfarir átt sér stað: hús á hliðinni, grjót og drulla yfir öllu, flóð. Auðvitað varla ljós í nokkru húsi. Það er bara dapurlegt að horfa á þetta.“

Bjarni sagði það skipta einna mestu fyrir íbúa að endurheimta öryggi og sjá fyrir sér betri framtíð. 

„Við erum auðvitað komin hingað til að sýna fólkinu það að við ætlum að standa með því. Mér finnst það skipta máli, að við ætlum að standa með því og gera ráðstafanir til að verja það til framtíðar.“

Innlendar Fréttir