7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Ráðin nýr svæðis­stjóri Eim­skips fyrir vestan

Skyldulesning

Viðskipti innlent

Arna Lára Jónsdóttir hefur starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð síðustu þrettán árin.
Arna Lára Jónsdóttir hefur starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð síðustu þrettán árin.
Eimskip

Arna Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Arna Lára, sem hafi lokið MS gráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands á árinu, hafi starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands síðustu þrettán ár. Hún muni taka við nýja starfinu í upphafi næsta árs.

Haft er eftir Böðvari Erni Kristinssyni, forstöðumanni innanlandsflutninga hjá Eimskip, að félagið sé ánægt að fá Örnu Lári til liðs við sig. 

„Við erum einnig afar ánægð að fá konu í hóp svæðisstjóra en Arna Lára er fyrsta konan til að gegna því starfi hjá Eimskip. Vestfirðir eru afar mikilvægt svæði í okkar áætlunarflutningum og ekki síður fiskflutningum. Með aukinni netverslun sjáum við einnig tækifæri í að þjónusta Vestfirðinga enn betur þegar kemur að smærri sendingum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir