10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Ráðist að Foden og fjölskyldu hans

Skyldulesning

Phil Foden, til hægri, í leiknum við Tottenham á laugardaginn.

Phil Foden, til hægri, í leiknum við Tottenham á laugardaginn. AFP

Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks á laugardagskvöldsins þegar ráðist var að Phil Foden, leikmanni liðsins, og fjölskyldu hans þegar þau fylgdust með hnefaleikabardaga í Manchester Arena.

Þar áttust við Amir Khan og Kell Brook en myndskeið af hópi manna sem gerði aðsúg að Foden og fjölskyldu hans birtist um kvöldið á samfélagsmiðlum. 

„Við vitum af myndbandinu þar sem sést að Foden og fjölskylda hans verða fyrir aðkasti og móðgunum. Við erum miður okkar yfir þeim orðum sem látin eru falla í garð þeirra og hvernig ráðist var að einum af meðlimum fjðlskyldu hans. Við munum halda áfram að styðja af öllum mætti við bakið á Phil og fjölskyldu hans,“ segir í yfirlýsingu City.

Síðdegis á laugardag var Foden í liði Manchester City sem tapaði 2:3 fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir