4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Ráð­lagði Lingard að vera á­­fram á Eng­landi og nú er hann kominn aftur í enska hópinn

Skyldulesning

Jesse Lingard er kominn aftur í enska landsliðshópinn. Eftir skipti hans frá Manchester United til West Ham hefur hann slegið í gegn.

Lingard var lánaður frá United til Hamranna í janúar og hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp þrjú til viðbótar í leikjunum sjö sem hann hefur spilað fyrir West Ham.

Eftir að hafa verið mikið á bekknum og utan hóps hjá Man. United var Lingard dottinn úr enska hópnum en eftir góða frammistöðu með West Ham er hann kominn aftur í hópinn.

„Hann hefur sýnt mér stuðning og traust. Hann lét mig spila fyrsta leikinn sem ég er mjög stoltur af,“ sagði Lingard í samtali við talkSPORT.

„Ég var í sambandi við hann, þrátt fyrir að ég væri ekki í hópnum, til þess að ég gæti fengið ráð um hvað ég ætti að gera.“

„Hann sagði við mig: Ef ég væri þú myndi ég vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Eftir það leitaði ég að félagi í úrvalsdeildinni og West Ham passaði fullkomlega,“ sagði Jesse.

England mætir San Marínó á morgun, Albaníu á sunnudaginn og Póllandi eftir viku.

Jesse Lingard revealed Gareth Southgate played a part in his decision to join West Hamhttps://t.co/EDmPCXJf5b

— talkSPORT (@talkSPORT) March 24, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir