Ráðuneytið telur afhendingu gagna ekki nauðsynlega

0
172

200 mílur | Morgunblaðið | 31.3.2023 | 8:59 | Uppfært 9:15

Gögn um grunnlínu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hafa ekki verið uppfærð frá 40. alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem lauk 1979. Fh: Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, Þórður Einarsson varafastafulltrúi, Hörður Helgason fastafulltrúi, Pétur G. Thorsteinsson sendiráðsritari og Ólafur Egilsson skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins.

Íslensk yfirvöld telja ekki ástæðu til að afhenda Sameinuðu þjóðunum (SÞ) frekari gögn um skilgreiningu á lögsögu landsins umfram það sem kemur fram í uphaflegri tilkynningu um löggjöf Íslands frá 1979. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í aðsendri grein í blaðinu á miðvikudag sagði Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst, að þessi staða gæti haft lagalegar afleiðingar fyrir Ísland og benti hann á að SÞ hefði ekki verið tilkynnt um breytingar á hnitum íslenskra grunnlína árið 2017.

„Mikill stöðugleiki ríkir um þessi mál á íslensku hafsvæði. Ekki er talið að þetta atriði geti ógnað hagsmunum Íslands og réttarstöðu grunnlínunnar,“ segir í svarinu.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.