7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Ráðuneytin nota ekki hugbúnað sem varð fyrir árás

Skyldulesning

Ekkert íslensku ráðuneytana hafa notað netstsjórnunarhugbúnaðinn sem varð fyrir umfangsmikilli …

Ekkert íslensku ráðuneytana hafa notað netstsjórnunarhugbúnaðinn sem varð fyrir umfangsmikilli netárás. Óvíst er með stofnanir ríkisins.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert ráðuneyta Íslands notar netstjórnunarhugbúnaðinn SolarWinds Orion, segir Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar stjórnarráðsins, í samtali við mbl.is. Hann kveðst ekki þekkja hvernig málum er háttað innan stofnana ríkisins sem eru sjálf ábyrg fyrir sínum kerfum.

SolarWinds Orion hugbúnaðurinn var á dögunum notaður til að framkvæma umfangsmestu netárás sögunnar, en hann er notaður af fyrirtækjum, ráðuneytum og stofnunum víða um Evrópu, Norður-Ameríku, Mið-Austurlönd og Asíu.

Sérfræðingar í öryggismálum hafa sagt árásina bera einkenni Rússa, en slíkar ásakanir hafa ekki verið staðfestar og hafa rússnesk stjórnöld vísað þeim á bug.

Innlendar Fréttir