5 C
Grindavik
8. mars, 2021

Ræða Þorgeirs Ljósvetningagoða og fullveldisdagurinn 1. desember

Skyldulesning

Ísland er ey-ríki og hér býr ein þjóð, með sameiginlega menningu og tungu. Það er ekki einboðið að hér sé eitt ríki á þessari stóru eyju. Það þarf ekki að fara lengra en til Írlands, til að sjá tvö ríki í svipuðu stóru landi.

Segja má að tvisvar eða þrisvar í Íslandssögunni hafi íslenska þjóðin staðið fyrir þeim valkosti að skiptast í tvö eða fleiri ríki.

Um árþúsundið 1000 skiptust Íslendingar í tvo andstæða hópa og lá við klofningi í landinu, kannski ekki landfræðilega, heldur menningarlega. Hins vegar á Sturlunguöld og borgarastyrjöldinni sem þá geysaði, þá skiptist landið upp í nokkra hluta með nokkuð afmörkuð landamæri, um tíma að minnsta kosti. Þróunin hefði getað varanleg skipting landsins í nokkur ríki.

Um siðbreytingu reyndi aftur á samstöðu Íslendinga og landið héldist sem ein heild. Jón Arason Hólabiskup var de facto búinn að segja sig úr lögum við Dani og í stríð stefndi milli biskupsdæmi hans og restina af landinu. Til þess kom ekki að landið skiptist upp, aðallega vegna óvæntra handtöku hans og líflát.

Með lögum skal land byggja. Það sem fornmennirnir áttu við með því er að lögin (sameiginlegar reglur og siðvenjur sem halda þjóðfélagslímingunni saman) skuli gilda jafnt fyrir alla. Lög eru samþykktir allra landsmanna að lúta sömu reglum og venjum.

Ísland hefur verið lagaleg heild síðan 930 e.Kr. en áður gildu hefðir og venjur á landnámsöld sem var e.t.v. ekki vandamál, þar sem flestallir landsmenn tilheyrðu sömu menningu og lagaumhverfi.

Það fer því vel á því að benda Íslendingum á að halda samstöðu sinni og landið allt sem eina menningarheild. Munum orða Þorgeirs Ljósvetningagoða: ,,En þá hóf hann tölu sína upp, er menn komu þar, og sagði, að honum þótti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldi eigi hafa allir lög ein á landi hér, og taldi fyrir mönnum á marga vega, að það skyldi eigi láta verða, og sagði, að það mundi af því ósætti verða, er vísa von var, að þær barsmíðir gerðust á milli manna,er landið eyddist af. Hann sagði frá því, að konungar úr Norvegi og úr Danmörku höfðu haft ófrið og orrustur á milli sín langa tíð, til þess uns landsmenn gerðu frið á milli þeirra, þótt þeir vildu eigi. En það ráð gerðist svo, að af stundu sendust þeir gersemar á milli, enda hélt friður sá, meðan þeir lifðu. ,,En nú þykir mér það ráð,“ kvað hann, ,,að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorir tveggju hafi nakkvað síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.““ (Úr Íslendingabók).


Innlendar Fréttir