4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Ræddu muninn á gengi Valencia heima fyrir og svo í Euro­Leagu­e

Skyldulesning

Farið var yfir gengi Martin Hermannssonar og félaga í Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Liðið er sem stendur í 13. sæti með aðeins fjóra sigra eftir tíu leiki.

Það sem vekur athygli er að gengið er töluvert betra í EuroLeague en þar hefur Valencia unnið sjö af tíu leikjum sínum.

„Ég veit ekki hvað þetta er, þeir eru með svona þriðja besta hópinn og þriðju stærstu launaskrá deildarinnar en eru í hvað 15. sæti,“ sagði Benedikt Guðmundsson – landsliðsþjálfari kvenna og annar af sérfræðingum þáttarins – um gengi Valencia.

Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.

„Sérstaklega þegar þeir bæta við Derek Williams, bæta við Nikola Kalinić og Martin. Það er verið að setja hellings pening í þetta. Auðvitað er EuroLeague fókusinn og Real Madrid ásamt Barcelona eru líka að einblína á EuroLeague en það sýnir að liðið er ekki nægilega samstillt því það nær ekki að spila vel heima fyrir líka,“ bætti Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals og einnig sérfræðingur þáttarins, við.

Í kjölfarið var farið fyrir frammistöðu Martins Hermannssonar í leik Valencia gegn Iberostar Tenerife þann 22. nóvember en Valencia tapaði leiknum með sex stiga mun. 

„Hann hefur verið mjög köflóttur. Hann hefur átt frábæra leiki og alveg verið hræðilegur inn á milli, eins og allt liðið. Mín upplifun er eins og þeir séu ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætla að vera, á hverja á að treysta. Það er verið að rúlla mikið á mannskapnum enda mikið af leikjum. 

Mér finnst þeir vera í ákveðinni tilvistarkreppu og það er eflaust mikil pressa á þjálfaranum að fara finna einhvern ryðma í liðinu því hann er ekki til staðar núna,“ sagði Finnur Freyr er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði hann út í gengi Martins með Valencia.

Klippa: Ræddu skelfilegt gengi Valencia heima fyrir

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir