7.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Ræktað kjöt samþykkt í fyrsta sinn

Skyldulesning

Erlent

Bitarnir frá Eat Just.
Bitarnir frá Eat Just.
Eat Just

Matvælaeftirlitið í Singapúr hefur gefið græna ljósið á „kjúklingabita“ bandaríska fyrirtækisins Eat Just. Bitarnir eru úr raunverulegu kjúklingaprótíni en eru ræktaðir á tilraunastofu og því þarf ekki að slátra kjúklingi fyrir kjötið.

Í tilkynningu frá Eat Just sagði að nú væri búið að opna dyr inn í framtíð þar sem ekki þarf að slátra einu einasta dýri fyrir kjöt. 

Tugir annarra fyrirtækja vinna nú í því að þróa sams konar vöru, til að mynda úr svína- eða nautaprótíni. Markmiðið er bæði að draga úr loftslagsbreytingum og slátrun.

Samkvæmt The Guardian er um 130.000.000 kjúklingum slátrað á dag fyrir kjöt og um fjórum milljónum svína. 

Í frétt breska miðilsins segir sömuleiðis að rannsóknir hafi sýnt fram á að íbúar í ríkari ríkjum borði meira kjöt en þeim er hollt og að það hafi skaðleg áhrif á loftslag jarðar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók tíðindunum fagnandi á Facebook. Hann hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verði falið að kanna stöðu kjötræktar og skipuleggja aðgerðaáætlun um „innleiðingu tækni fyrir íslenskan landbúnað með það að markmiði að flýta fyrir því að kjötrækt verði samkeppnishæf“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir