Rafmagnslaust er víða á Suðurlandi eftir að Selfosslína 1 sló út nú klukkan 22:20. Rafmagnslaust er á Selfossi og í Flóa, á Stokkseyri og Skeiðum eftir því sem mbl.is kemst næst.
Báðir spennar á Selfossi eru komnir inn aftur og unnið er að því að koma rafmagni aftur á bæinn. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, ætti það að gerast von bráðar.
Selfosslína 1 tengir Ljósafossvirkjun við Selfoss og nærliggjandi sveitir. Ekkert samhengi er milli rafmagnsleysisins í Grindavík fyrr í dag og þessarar bilunar að því er næst verður komist.