1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Ragnar segir Halldór vera öfgamann sem tali fyrir sértrúarsöfnuð arðræningja

Skyldulesning

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer hörðum orðum um framgöngu Halldór Benjamíns Þorbergssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins (SA) í þættinum Víglínunni á Stöð 2 um helgina. Þar hafði Halldór uppi orð um að laun væru há á Íslandi, kjarasamningar væru mjög margir og erfitt væri að semja.

Ragnar segir í grein á Vísir.is að viðhorf Halldórs sé sjúklegt:

„Halldór Benjamín, ásamt nýrri kynslóð öfgafólks innan SA, hefur tönglast á mikilvægi þess að taka upp norræn vinnubrögð við gerð kjarasamninga og laun hafi hækkað alltof mikið samkvæmt mælingu á launavísitölu. SA hafa meðal annars farið í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta og beinlínis hvetja fyrirtæki til að segja upp fólki vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi frið á vinnumarkaði með því að verja gerða samninga.“

Ragnar segir samanburðurinn á ástandinu á vinnumarkaðnum á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum sé Íslandi óhagstæður og tiltekur nokkur atriði:

„Hvar á Norðurlöndunum kæmust fjármálafyrirtækin upp með að auka vaxtaálag sitt um mörg hundruð prósent þegar vextir lækka? Eða kæmust upp með að skila ávinningi á lækkun skatta (bankaskatts) í eigin vasa?

Hvar á Norðurlöndunum myndu fyrirtæki samþykkja það að talsmenn þeirra færu í herferð gegn samfélagslega mikilvægum velferðarmálum eins og hækkun bóta? Eða færu í herferð gegn eigin samningum?

Hvar á Norðurlöndunum væri það samþykkt að stuðningsaðgerðum vegna Covid kreppunnar væri nær eingöngu beint til fyrirtækja?“

Ragnar segir að það sé SA að kenna að oft gangi erfiðlega að semja og sakar samtökin um óbilgirni. Segir hann að það hafi tekið 10 mánuði að ganga frá samningum við Norðurál þar sem SA hafi viðhaft endalausa útúrsnúninga og ekki vilja semja á grundvelli lífskjarasamningsins þrátt fyrir að hafa predikað gildi hans.

Ragnar sakar SA um að halda launavísitölunni á lofti í áróðri gegn vinnandi fólki:

„Ekkert tilliti skal tekið til verðlagshækkana eða þróun gengis. Ekkert tillit skal tekið til samanburðar á kostnaði við að lifa, miðað við Norðurlöndin, eða mikilvægi þess að verja lífskjör þegar kreppir að.

Ekkert tillit skal tekið til þess að í niðursveiflum og kreppum taka markaðslaun skell og því mikilvægast að verja grunninn.“

Ragnar endar grein sína á því að uppnefna SA og kalla samtökin Sértrúarsöfnuð Arðræningja.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir