3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Raiola fær 3 milljarða í vasann þegar Haaland fer frá Dortmund

Skyldulesning

Mino Raiola einn fremsti umboðsmaður fótboltans mun græða á tá og fingri þegar Erling Braut-Haaland fer frá Borussia Dortmund eftir 18 mánuði.

Haaland sem hefur á skömmum tíma orðið einn besti leikmaður heims getur farið frá Dortmund sumarið 2022 fyrir 64 milljónir punda.

Þar er hins vegar ekki öll sagan sögð, upphæðin sem Dortmund fær eru 64 milljónir punda en klásúlur um annað eru einnig í samningi Haaland.

Þannig kemur fram í gögnum sem Mundo Deportivo hefur að Mino Raiola umboðsmaður hans fái 18 milljónir punda, rúma 3 milljarða íslenskra króna.

Þá fara 9 milljónir punda til Alf-Inga Haaland pabba hans sem fær þá 1,5 milljarð í sinn vasa þegar Haaland yfirgefur Dortmund.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir