2 C
Grindavik
9. mars, 2021

Rakel Hönnudóttir hætt að leika fyrir Ísland

Skyldulesning

Rakel Hönnudóttir leikmaður Breiðabliks hefur ákveðið að hætta að leika með íslenska landsliðinu. Frá þessu greinir KSÍ:

Rakel lék 103 landsleiki á ferli sínum með Íslandi, sá síðasti kom í sigri gegn Ungverjalandi fyrr í vikunni þegar stelpurnar tryggðu sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Í leikjunum 103 með A-landsliði kvenna skoraði Rakel níu mörk en hún fór þrisvar með liðinu á Evrópumótið.

Evrópumótið fer fram árið 2022 og hefur Rakel ákveðið að gefa ekki kost á sér í það verkefni.

Rakel er 32 ára en hún hefur spilað 270 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað í þeim 179 mörk.

Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðskóna á hilluna.

103 A landsleikir og 9 mörk, 3 stórmót og endalaust af frábærum minningum!

Takk fyrir allt Rakel!

Rakel Hönnudóttir has retired from international duty.#dottir pic.twitter.com/B4Ml1pwtUq

— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 4, 2020

Innlendar Fréttir