Rakel nýr reglu­vörður Ís­lands­banka – Vísir

0
142

Viðskipti innlent

Rakel nýr reglu­vörður Ís­lands­banka Rakel Ásgeirsdóttir. Íslandsbanki Íslandsbanki hefur ráðið Rakel Ásgeirsdóttur í stöðu regluvarðar hjá bankanum. Hún tekur við starfinu af Rut Gunnarsdóttur sem tók við stöðunni árið 2015 og sagði starfinu lausu í mars.

 Rakel hefur starfað hjá Íslandsbanka sem sérfræðingur á sviði Innri endurskoðunar frá 2016.

„Áður en Rakel kom til starfa hjá Íslandsbanka fyrir sjö árum síðan starfaði hún sem saksóknarfulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara og héraðssaksóknara.

Rakel hefur lokið BA gráðu og meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, er með lögmannsréttindi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Þá stundar hún meistaranám í fjármálum fyrirtækja,“ segir í tilkynningu frá bankanum. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið