3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Ramos hélt krísufund

Skyldulesning

Fótbolti

Ramos er sannkallaður fyrirlði og ræddi við leikmenn liðsins um mikilvægi leiksins gegn Borussia í næstu viku.
Ramos er sannkallaður fyrirlði og ræddi við leikmenn liðsins um mikilvægi leiksins gegn Borussia í næstu viku.
Jose Breton/Getty

Það voru fundarhöld hjá leikmönnum Real Madrid eftir tapið í Meistaradeildinni fyrr í vikunni.

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, kallaði leikmenn liðsins á fund sinn eftir 2-0 tap Madrídinga gegn Shakhtar Donetsk í B-riðli Meistaradeildarinnar.

Hinn 34 ára gamli Ramos var ekki með Real í vikunni vegna meiðsla en hann boðaði til fundarins eftir að óljóst er hvort að Real komist áfram í 16-liða úrslitin.

Liðið þarf að vinna síðasta leikinn gegn Borussia Mönchengladbach eða að minnsta kosti ná í stig og vonast til þess að önnur úrslit í riðlinum falli með þeim.

AS hefur heimildir fyrir fundinum en einungis leikmenn liðsins voru á fundinum. Þar mátti ekki finna stjórann Zinedine Zidane en pressan verður meiri og meiri á honum.

Real hefur fengið á sig níu mörk í fyrstu fimm leikjunum í Meistaradeildinni en aldrei áður hefur Madríd fengið svo mörg mörk á sig í fyrstu fimm leikjum riðlakeppninnar.

Ramos barði sjálfstraust í leikmenn liðsins og sagði að þetta væri Madríd. Þar kæmu menn sterkari út úr vandræðum og það sem ein heild.

Gengi Real í deildinni heima fyrir hefur heldur ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur tapað þremur af fyrstu tíu leikjunum og eru sjö stigum á eftir toppliði Real Sociedad.

Innlendar Fréttir