rangnick-telur-sig-vera-buinn-ad-finna-arftaka-ronaldo

Rangnick telur sig vera búinn að finna arftaka Ronaldo

Cristiano Ronaldo sneri aftur til Manchester United í byrjun tímabils og hefur skorað 14 mörk í 24 leikjum hingað til. Hann er samningsbundinn liðinu til 2023 en framtíð hans er í óvissu.

Talið er að hann vilji yfirgefa enska stórliðið ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti í vor.

Ralf Rangnick telur sig þó vera búinn að finna arftaka Ronaldo en það er Alexander Isak, leikmaður Real Sociedad.

Isak er 22 ára sænskur framherji sem leikur eins og áður sagði með Sociedad í La Liga. Hann var í frábæru formi á síðustu leiktíð og skoraði 17 mörk en hefur ekki náð að halda dampi í ár og er aðeins kominn með fjögur mörk.

Samkvæmt frétt The Daily Mirror er Manchester United ekki eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á kappanum en bæði Chelsea og Arsenal hafa verið orðuð við Alexander Isak.

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: