Rannsaka brunann í Njarðvíkurhöfn

0
97

Rannsókn er hafin á eldsvoðanum sem varð í Grímsnesi GK-555 í Njarðvíkurhöfn í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið rannsókn á eldsvoðanum sem varð í Grímsnesi GK-555 í Njarðvíkurhöfn í gær. Þetta staðfestir Jón Pétursson rannsóknarstjóri siglingasviðs í samtali við mbl.is. 

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í eldsvoðanum en sjö menn voru í skipinu þegar eldur kviknaði. fjórir komust út af sjálfsdáðum en tveir slösuðust. 

Erfiðar aðstæður Jón segist ekki geta tjáð sig um rannsóknina að svo stöddu en að hún snúist að mestu um að afla gagna. Hann segir aðstæður vera mjög erfiðar um borð í skipinu. 

Slökkvilið lauk störfum síðdegis í gær en um miðjan dag var mikill hiti í skipinu. Miðaðist slökkvistarf að því að minnka hættuna á mengunarslysi í höfninni sem og að tryggja að skipið sykki hvorki né legðist á hliðina. 

Í skipinu var ekki svokallaður siglingariti en það er aðeins í stærri skipum.