3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Rannsaka ógnir vegna fjármögnunar hryðjuverka

Skyldulesning

Peningaþvætti er til skoðunar á svæðinu.

Peningaþvætti er til skoðunar á svæðinu.

Andreas Rentz

Norður- og Eystrasaltslöndin hafa að eigin frumkvæði farið fram á það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) að hann greini helstu ógnir og veikleika varðandi peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands. 

Til skoðunar verður hversu samofin fjármálakerfi landanna eru hvað umrædd atriði varðar. Þá verða bankar á svæðinu sérstaklega kannaðir með það fyrir augum að varpa ljósi á tengsl milli þeirra á svæði Norður- og Eystrasaltslandanna. 

„Með því að fá sjónarmið sjóðsins, sem hefur orðspor sem traustur og sjálfstæður ráðgjafi um peningaþvætti og baráttuna gegn fjármögnun hryðjuverka, gefst tækifæri til að greina áhættu á svæðinu í heild, greina hvaða árangur hefur náðst í að milda áhættu og gefa ráðleggingar um framhaldið,“ segir í tilkynningu. 

Sjóðurinn mun hefja úttekt síðar í mánuðinum. Búist er við að greint verði frá niðurstöðunum um mitt ár 2022. Þau átta lönd sem greiningin mun ná til eru: Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð.

Innlendar Fréttir