Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“ – DV

0
218

Sérstök eftirlitsnefnd með störfum bresku lögreglunnar er nú að rannsaka ummæli Sir Stephen House sem hann lét falla þegar hann var aðstoðarlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar. Sky News segir að í samtali við starfsmann innanríkisráðuneytisins hafi House sagt að „fjöldi“ tilkynninga um nauðganir væru ekkert annað en „kynlíf sem séð væri eftir“.

Hann er sagður hafa sagt þetta í janúar á síðasta ári á fundi með fulltrúa innanríkisráðuneytisins.

Ekki var tilkynnt um ummælin fyrr en núna í mars.

House neitar að hafa látið þessi ummæli falla.