8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Rannsakar líkamsárás á Bíldudal

Skyldulesning

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar líkamsárás sem tilkynnt var um í heimahúsi á Bíldudal aðfaranótt sunnudags. Tveir menn réðust þá að húsráðanda sem bar áverka eftir árásina.

Fram kemur í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum á Facebook að tveir ókunnugir menn hafi hleypt sér inn hjá húsráðanda og þeir ráðist að honum þegar hann reyndi að koma þeim út.

Grjóthrun varð á Djúpveg í Hestfirði sl. sunnudag. Um var að ræða bjarg á stærð við líltinn fólksbíl sem losnaði úr hlíðinni og valt út á veginn. Vegagerðinni var gert viðvart og bjargið var fjarlægt.

Þá þurfti í tvígang í vikunni að aðstoða ferðalanga sem áttu í vandræðum vegna veðurs. Á þriðjudag óskaði ökumaður eftir aðstoð á Skápadalshlíð á Örlygshafnarvegi eftir að hafa fengið á sig vindhviðu sem varð til þess að bíllinn snerist á veginum. Eftir það hékk bifreiðin á vegbrúninni en ökumaður gat ekki hreyft hann sökum hálku. Á föstudag var ökumaður í vandræðum á Gemlufallsheiði.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir