7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Rannsóknaskipin samanlagt 362 daga á sjó

Skyldulesning

Það var hressilegur öldugangur í byrjun nóvember þegar Bjarni Sæmundsson kom til hafnar á Húsavík. Þá var hann í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Samanlagðir úthaldsdagar rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar, hafa verið 362 í ár sem eru fleiri en í fyrra þegar þeir voru 326. Þá hafa skipin farið í alla rannsóknaleiðangra ársins og ekki misst úr einn einasta túr, að því er segir í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þar segir jafnframt að af 362 úthaldsdögum skipanna tveggja var Bjarna Sæmundssyni haldið úti í 144 daga og Árna Friðrikssyni í 218 daga. Áætlanir gerðu ráð fyrir að skipin yrðu 351 dag á sjó á árinu.

Kórónuveirufaraldurinn hefur flækt starf stofnunarinnar á sjó og hafa áhafnir og rannsóknarmenn gengist undir skimanir fyrir alla lengri leiðangra auk þess sem vel hefur verið gætt að sóttvörnum um borð, segir í færslunni.

Í síðustu viku kom Bjarni Sæmundsson til hafnar í Hafnarfirði úr síðasta túr ársins eftir stuttan humarleiðangur þar sem sótt voru hljóðdufl sem komið hafði verið fyrir til að hlusta eftir atferli humra í Faxaflóa.

Árni Friðriksson kom til hafnar úr síðasta leiðangri sínum nokkru fyrr, en hann lagði við bryggju 2. nóvember í kjölfar haustralls. Þá segir í færslu Hafrannsóknastofnunarinnar að nú sé unnið að fyrirbyggjandi viðhaldi á rafölum skipsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir