0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Rashford að skrifa undir nýjan risasamning

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 19.12.2020
| 13:55

Marcus Rashford er nálægt því að skrifa undir risasamning við …

Marcus Rashford er nálægt því að skrifa undir risasamning við Manchester United.

AFP

Knattspyrnustjarnan Marcus Rashford er í viðræðum við nýjan risasamning við Manchester United sem mun gera hann að einum launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt ensku miðlunum Mirror og Daily Mail.

Rashford er 23 ára sóknarmaður sem hefur spilað alla tíð með uppeldisfélaginu en hann er samningsbundinn United til 2023 og þénar nú þegar um 200 þúsund pund á viku. Engu að síður vilja forráðamenn félagsins tryggja sér þjónustu Rashfords til lengri tíma og ætla bjóða honum nýjan samning upp á 300 þúsund pund í vikulaun.

Samkvæmt heimildum Mirror vill félagið að leikmaðurinn skrifi undir fyrir Evrópumeistaramótið næsta sumar enda gæti góð frammistaða hans þar með Englandi vakið áhuga annarra stórliða í Evrópu.

Innlendar Fréttir