Rashford hefur hagnast gríðarlega á fasteignabraski – DV

0
21

Marcus Rashford framherji Manchester United þénar vel innan vallar og hefur tekist að nýta þá fjármuni til að búa sér til meiri fjármuni.

Þannig fjallar Daily Mirror um það að Rashford hafi hagnast verulega á því að versla húsnæði og leigja það út.

Rashford er með þrjú fyrirtæki sem sjá um fjármuni sína en það eru MUCS Enterprises, MUCS Properties og MUCS Investments.

Rashford á fasteignir sem eru metnar á 2,7 milljarða króna og er mikið af þeim íbúðum í útleigu.

Mirror segir að Rashford hafi hagnast verulega á þessum fjárfestingum sínum en hann þénar sjálfur um 50 milljónir króna á viku fyrir að spila fyrir Manchester United.