Rashford hetja United – Newcastle slátraði West Ham í London – DV

0
166

Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Brentford á heimavelli í kvöld en liðið hafði þó nokkra yfirburði í leiknum.

Það var Marcus Rashford sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Luke Shaw varð að yfirgefa völlinn snemma vegna meiðsla en óvíst er hvort meiðsli bakvarðarins séu alvarleg.

Sigurinn kemur United aftur upp í Meistaradeildarsæti en liðið er með 53 stig í fjórða sæti líkt og Newcastle sem er sæti ofar.

Newcastle vann góðan sigur á West Ham í Lundúnum í kvöld þar sem Callum Wilson skoraði Joelinton tvö og Alex Isak eitt. Kurt Zouma skoraði mark West Ham í 5-1 sigri gestanna.

Newcastle vann góðan sigur á United í umferðinni á undan og heimsækir svo Brentford í London á laugardag.

Enski boltinn á 433 er í boði