8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Rashford með tvennu í sigri Manchester United gegn Sheffield

Skyldulesning

Sheffield tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeidinni í kvöld. Gestirnir sigruðu með þremur mörkum gegn tveimur.

David McGoldrick kom heimamönnum yfir með marki á fimmtu mínútu. Marcus Rashford jafnaði metin fyrir United á 26. mínútu. Anthony Martial kom gestunum yfir með marki á 33. mínútu.

Marcus Rashford bætti sínu öðru marki við og þriðja marki United á 51. mínútu. David McGoldrick bætti sínu öðru marki við og öðru marki heimamanna á 87. mínútu. Nær komust heimamenn ekki og bíða þeir því enn eftir fyrsta sigrinum.

Eftir leikinn situr Manchester United í sjötta sæti með 23 stig og Sheffield er á botninum með eitt stig.

Sheffield 2 – 3 Manchester United


1-0 David McGoldrick (5′)


1-1 Marcus Rashford (26′)


1-2 Anthony Martial (33′)


1-3 Marcus Rashford (51′)


2-3 David McGoldrick (87′)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir