rb-leipzig-fyrsta-lidid-til-ad-tryggja-ser-saeti-i-undanurslitum

RB Leipzig fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum

Fótbolti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Christopher Nkunku skoraði bæði mörk Leipzig í kvöld.
Christopher Nkunku skoraði bæði mörk Leipzig í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

RB Leipzig varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 0-2 útisigri gegn Atalanta.

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli og því var allt undir í kvöld.

Christopher Nkunku kom gestunum í Leipzig yfir á 18. mínútu eftir stoðsendingu frá Konrad Laimer og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Nkunku var svo aftur á ferðinni þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka, en Juan Musso, markvörður Atalanta, braut á honum innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Nkunku fór sjálfur á punktinn og skoraði framhjá Musso í markinu.

Niðurstaðan varð því 0-2 sigur Leipzig og liðið er á leið í undanrúslit Evrópudeildarinnar. Andstæðingar þeirra verða annað hvort SC Braga eða Rangers.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Posted

in

,

by

Tags: