-2 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Reagan ruglaðist stundum á kvikmyndum og veruleika.

Skyldulesning

Á síðustu æviárum Ronalds Reagans kom það nokkrum sinnum fyrir Ronald hann, að hann ruglaðist á minnisverðum atvikum úr kvikmyndum og raunveruleikanum. 

Einkum voru stríðsmyndirnar varasamar fyrir hann. 

Á síðustu árum forsetaferilsins virtist þetta geta fallið undir fyrstu einkenni Alzheimers sjúkdómsins sem varð honum að aldurtila, en Reagan nýtti sér persónutöfra sína til þess að komast hjá því að það yrði nokkurn tíma til baga, svo vitað sé. 

Segja má að hann hafi kveðið allt slíkt niður í aðdraganda forsetakosninganna 1984 þegar Walter Mondale keppinautur hans og fleiri gerðu háan aldur Reagans að umtalsefni á kosningafundum sínum. 

Þegar Reagan var í kjölfar þess spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að verða elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna, yrði hann kosinn, svaraði Reagan á þann hátt, að það er eitthvert minnisverðasta og snjallasta tilsvar í sögu kappræðuþáttanna. 

Sjá má þetta á Youtube, en svar Reagans var nokkurn veginn svona.

„Ég tel ekki að umræðan þurfi að vera á þessu plani og ætla ekki að stuðla að því, til dæmis með því gera að umræðuefni ungan aldur og reynsluleysi keppinautar míns.“ 


Innlendar Fréttir