Real Madrid gæti óvænt reynt við James – Telja að þetta muni hjálpa sér – DV

0
125

Real Madrid hefur augastað á Reece James hjá Chelsea ef marka má spænska blaðið AS.

James sneri nýlega til baka eftir meiðsli og hefur ekki leikið sem skildi á leiktíðinni. Það er þó óumdeilanlegt að hann hefur mikla hæfileika.

Bakvörðurinn er samingsbundinn á Stamford Bridge til 2028 og verður því allt annað en ódýrt fyrir Real Madrid að fá hann til liðs við sig.

Hins vegar heldur AS því fram að spænski risinn ætli sér að nýta sér það að Chelsea gæti þurft að selja leikmenn í sumar til að standast Financial Fairplay (FFP) reglur.

Vonast Real Madrid til að það hjálpi þeim að fá hinn 23 ára gamla James.

Real Madrid hefur verið duglegt að fá leikmenn frá Chelsea. Undanfarin ár hafa þeir Thibaut Courtois, Eden Hazard og Antonio Rudiger allir lagt leið sína frá Brúnni á Santiago Bernabeu.