1 C
Grindavik
18. janúar, 2021

Real Madrid hafði betur gegn Sevilla

Skyldulesning

Sevilla tók á móti Real Madrid í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 0-1 sigri Real.

Seinasti sigurleikur Real í spænsku deildinni kom þann 31. október, það má því með sanni segja að sigurinn hafi verið kærkominn fyrir Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra liðsins og leikmenn hans.

Eina mark leiksins kom á 55. mínútu en þá varð Bono, leikmaður Sevilla, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Real kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 20 stig eftir 11 leiki. Sevilla er í 5. sæti með 16 stig.

Innlendar Fréttir