Real Madrid vann mikilvægan 2-0 sigur á Atlético Madrid í 13. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Casemiro kom Real yfir með marki á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Toni Kroos.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 63. mínútu þegar Jan Oblak, markvörður Atlético, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því orðin 2-0 fyrir Real.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigurinn var mikilvægur fyrir Real Madrid sem náði að minnka bilið í Atlético, sem situr á toppi deildarinnar, í þrjú stig. Real Madrid situr í 3. sæti deildarinnar með 23 stig. Atlético Madrid er í 1. sæti með 26 stig.
Real Madrid 2 – 0 Atlético Madrid
1-0 Casemiro (’15)
2-0 Jan Oblak, sjálfsmark (’63)