1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Real Madrid setur Haaland á ís

Skyldulesning

Erling Haaland framherji Dortmund ætlar sér að yfirgefa herbúðir félagsins í sumar en óvíst er hvert hann tekur.

Nú bendir margt til þess að hann fari til Manchester City þar sem Real Madrid virðist ekki ætla að láta til skara skríða.

Sport á Spáni segir að Real Madrid hafi ekki hug á að kaupa Haaland en Barcelona er enn að skoða sína möguleika.

Real Madrid setur allan fókus á það að ganga frá samningi við Kylian Mbappe sem kæmi frítt frá PSG: Allt bendir til þess að það gangi eftir.

Haaland er til sölu fyrir 68 milljónir punda næsta sumar en faðir hans lék með Manchester City og gæti Erling viljað fara sömu leið.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir