Rebecca hvarf fyrir fjórum árum – Nú eru tíðindi af málinu – DV

0
66

Enginn hefur séð hina þýsku Rebecca Reusch í fjögur ár. Hún hvarf að morgni 13. febrúar frá heimili systur sinnar í Neukölln. Hún átti að mæta í skóla þennan dag en skilaði sér ekki þangað. Lögreglan hefur rannsakað hvarf hennar allar götur síðan. Nú hefur hún hugsanlega komist áleiðis við rannsóknina.

RTL segir að lögreglan hafi gert húsleit, ekki þá fyrstu, heima hjá mági hennar. Sebastian Buchner, talsmaður saksóknaraembættisins, staðfesti þetta.

Húsleitin snerist að sögn um að afla gagna og tryggja þau sönnunargögn sem myndu hugsanlega finnast í aðgerðinni. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig nánar um árangurinn af húsleitinni.

Sjónir lögreglunnar beindust að máginum fyrir fjórum árum en Rebecca bjó hjá honum og systur sinni þegar hún hvarf. Mágurinn var handtekinn á sínum tíma, grunaður um að hafa myrt Rebecca. En lögreglan hafði ekki nægar sannanir og varð að láta hann lausan.