5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Rebec­ca Welch komin í sögu­bækur enskrar knatt­spyrnu

Skyldulesning

Fótbolti

Rebecca Welch dæmir leik Port Vale og Harrogate Town á mánudaginn kemur.
Rebecca Welch dæmir leik Port Vale og Harrogate Town á mánudaginn kemur.
EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga

Rebecca Welch mun dæma leik Harrogate Town og Port Vale í ensku D-deildinni á mánudaginn kemur. Þar með er Welch fyrsta konan til að gegna starfi aðaldómara í deildarkeppni karla á Englandi.

Amy Fearn er sem stendur eina konan sem hefur dæmt leik í deildarkeppni karla megin. Hún var hins vegar fjórði dómari í leik Coventry City gegn Nottingham Forest í ensku B-deildinni árið 2010. Vegna meiðsla aðaldómara leiksins kom Fearn inn í hálfleik og dæmdi síðari hálfleik.

„Ég fékk að vita af þessu á laugardaginn og þarf að fara koma mér niður á jörðina. Ég er mjög heppin að fá þetta tækifæri og mjög spennt fyrir því. Þegar ég byrjaði að dæma fyrir 11 árum var þetta ekki eitthvað sem ég bjóst við að afreka. Núna eru bara nokkrir dagar í stærsta leik ferilsins,“ sagði Welch í viðtali við Sky Sports.

Welch hefur dæmt í utandeildinni karla megin undanfarin ár sem og úrslitaleik FA-bikarsins kvenna megin á Wembley. Sian Massey-Ellis er sem stendur eina konan sem dæmir í leikjum karla megin. Hún er með betri aðstoðardómurum ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir