Innlent
| mbl
| 5.3.2021
| 7:11
Gunnar Jóhann hefur setið í fangelsi síðan hann var handtekinn að morgni 27. apríl 2019.
mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson
Áfrýjunardómstóll í Noregi hefur mildað dóminn yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem í október hlaut 13 ára fangelsisdóm fyrir að ráða hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, bana með haglaskoti að morgni 27. apríl 2019, í fimm ár.
Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins í gærkvöldi en Vísir greindi fyrstur íslenskra miðla frá niðurstöðunni.
Gunnar hefur alltaf haldið fram að um slysaskot hafi veri að ræða og féllust fjórir af sjö dómurum við áfrýjunardómstólinn á þá skýringu, það er manndráp af gáleysi.