7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Reisa 860 fm netaverkstæði í Grundarfirði

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 7.5.2021
| 12:38
| Uppfært

12:58

Remigijus Bilevicius undirritar samninginn fyrir hönd Vélsmiðju Grundarfjarðar og Guðmundur Smári Guðmundsson fyrir hönd Guðmundar Runólfssonar hf.

Ljósmynd/Guðmundur Runólfsson hf.

Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. (G.Run) hefur ákveðið að reisa nýtt 860 fermetra hús í Grundarfirði sem mun hýsa netaverkstæði fyrirtækisins. Húsið mun vera að Nesvegi 4a þar sem áður var að finna fiskimjölverksmiðju Grundfirðinga.

Samningur var undirritaður í síðustu viku við Vélsmiðju Grundarfjarðar um byggingu hússins sem gert er ráð fyrr að verði klárt 9. október.

„Það er okkar trú að allur aðbúnaður og vinnuaðstaða starfsfólks netagerðarinnar verði með ágætum í nýja húsinu, svo og að þjónustan verði öll betri og þægilegri þar sem verkstæðið verður nú á hafnarsvæði,“ segir í yfirlýsingu G.Run sem birt er á Facebook.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir