7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Rekstrartekjur Fiskeldis Austfjarða 768 milljónir

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið skilaði verulega bættum rekstrartekjum á þriðja ársfjórðungi.

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á þriðja ársfjórðungi skilaði Fiskeldi Austfjarða jákvæðri rekstrarafkomu án tillit til skatta og fjármagnsliða (EBIT) og nam hún 9,2 milljónum norskra króna jafnvirði 139 milljónum íslenskra króna. Um er að ræða verulegan viðsnúning frá sama tímabili í fyrra er afkoman var neikvæð upp á 17 milljónir norskra króna, jafnvirði 256 milljóna íslenskra króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ice Fish Farm AS til norsku kauphallarinnar, en Ice Fish Farm er norskt eignarhaldsfélag Fiskeldis Austfjarða og er skráð á Merkur-markaðinn í norsku kauphöllinni.

Töluverð breyting varð einnig í rekstartekjum félagsins og voru þær á þriðja ársfjórðungi 50,9 milljónir norskra króna, jafnvirði 768 milljóna íslenskra króna. Á sama árshluta í fyrra var hún 8 milljónir norskra króna eða 120 milljónir íslenskra króna og hafa því rekstrartekjur aukist um 536%.

Samdráttur varð hins vegar í hagnaði félagsins en hagnaður fyrir skatta var 4,7 milljónir norskra króna ámóti 15,6 milljónum norskra króna í þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Innlendar Fréttir