7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Repjuolía við snjómokstur

Skyldulesning

Innlent

| Morgunblaðið
| 19.12.2020
| 5:30
| Uppfært

6:36

Fyrsta sendingin af repjuolíu afhent. Ingibjörg Georgsdóttir hjáIsavia og Jón …

Fyrsta sendingin af repjuolíu afhent. Ingibjörg Georgsdóttir hjáIsavia og Jón Bernódusson hjá Samgöngustofu standa við ílátið.

“Tilraunaverkefni um notkun íslenskrar repjuolíu á snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli er hafið. Í vikunni voru gerðar útblástursmælingar á afgasi tækisins þegar það keyrir einöngu á dísilolíu.

Ætlunin er að keyra tækið á olíu með 5% íblöndun repjuolíu og gera mælingar á útblæstri til samanburðar og síðar einnig með 10% íblöndun.

Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Samgöngustofu, segir í Morgunblaðinu í dag, að borinn verði saman kolefnissparnaður og útblástur gróðurhúsalofttegunda við notkun þessara þriggja afbrigða eldsneytis. Einnig verða könnuð áhrif á síur og röralagnir vélarinnar.

Innlendar Fréttir