4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Rétt komu bílunum undan skriðunni

Skyldulesning

Smiðurinn Hjalti Þorkelsson með skófluna í hendi.

„Við vorum að vinna hérna í húsinu og heyrum skyndilega mikla skruðninga. Þá sá ég aurflóð koma niður. Ég kalla á strákana og bið þá að koma að kíkja á þetta. Þegar ég var búinn að fylgjast með þessu í 10-15 sekúndur fattaði ég að skriðan var á leiðinni á bílana okkar sem voru fyrir utan. Ég og vinnufélagi minn stukkum út. Það mátti ekki seinna vera því skriðan var komin upp á hálfa hurð á fólksbílnum hjá vinnufélaganum,“ segir Hjalti Þorkelsson smiður sem var að störfum í bensínstöð Orkunnar á Seyðisfirði þegar aurskriðurnar féllu í bænum í  fyrradag. 

Óku þeir félagar svo í burtu á síðustu stundu áður en aurinn hlóðst upp, lenti á húsinu og sprengdi upp hurð á því en þeir höfðu verið að störfum við endurbætur á húsinu. 

Ógrynni af leðju barst inn í húsið.

Ógrynni af leðju inn í húsið

Að sögn Hjalta fór ógrynni af leðju inn í mitt húsið. „Önnur hurðin hafði opnast sjálf. Það tókst með herkjum að loka hurðinni þegar við vorum búnir að moka frá. Svo gátum við ekkert gert neitt annað en að fara í hreinsunarstarf, að hreinsa frá niðurföllum og öðru,“ segir Hjalti. 

Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum er hreinsunarstarfinu ekki alfarið lokið en í bakgrunni er hurðin sem spratt upp þegar aurinn lenti á henni. 

Hjalti upplifði sig aldrei í hættu.

Hjalti upplifði sig aldrei í hættu á meðan ósköpin dundu yfir. „Maður hugsaði ekkert svoleiðis. Maður henti sér bara í stígvélin, óð drulluna upp að hné og fór að reyna að moka frá hurðinni til að reyna að loka henni,“ segir hann. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir