9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Réttur her á röngum tíma?

Skyldulesning

Ófarir þýska hersins í „Taifun“ sókninni til Moskvu haustið 1941 ættu að vera á vitorði allra í Rússlandi. 

Ef fréttirnar af hernaðarfarartækjum í djúpum skít núna eru réttar, er það ömurlegt fyrir rússneska herinn sem kom fram með T-34 skriðdrekana í lok Orrustunnar um Moskvu fyrir 80 árum. 

T-34 var með mun breiðari skriðbelti en þýsku drekarnir og í ofanálag framleiddu Rússar tífalt fleiri eintök af honum, eða alls 84 þúsund. 

Rússneskar hersveitir, nýkomnar frá Síberíu, voru kappklæddar og blésu á frostið og kalið, sem drap margan þýskan dreng. 

Þegar kólnaði 1941 og drullan fraus tók ekki betra við, frostið var svo mikið að illa klæddir Þjóðverjarnir frusu í hel, olían á vélum og drifbúnaði varð seig, svo að allt stóð fast. 

Undanfarna viku virðist hlutverkum hafa verið skipt og rússneski herinn í afleitri stöðu.  


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir