0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Reyna að fá reglum breytt: Verða að borða einir á hótelherberginu

Skyldulesning

Nýjar og hertar reglur í Bretlandi hafa orðið til þess að knattspyrnumenn verða að fá mat sinn sendan upp á herbergi þegar lið koma saman á hóteli.

Herbergisþjónusta er það eina sem er í boði á næst vikum vegna COVID-19 samkvæmt regluverki ríkisstjórnarinnar. Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa mótmælt þessu og reyna að fá þessu breytt.

Stór hluti liða fer inn á hótel degi fyrir leik og snæðir þar saman og síðan er fundað um komandi verkefni.

Útgöngubann er í Bretlandi en atvinnumenn í íþróttum fá að halda áfram með sitt en regluverkið í kringum þá er mikið.

Þetta nýjasta útspil vekur athygli en leikmennirnir eru saman öllum stundum á æfingum og í leikjum, en er bannað að borða saman á hóteli.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir