3.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Reyna að stela Erik ten Hag frá Manchester United

Skyldulesning

Þýska úrvalsdeildarfélagið RB Leipzig hefur hug á að ráða hollenska knattspyrnustjórann Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Ajax, til starfa. Erik ten Hag er talinn líklegastur til þess að taka við Manchester United þessa stundina og hefur átt í viðræðum við forráðamenn félagsins en nú reynir RB Leipzig að heilla stjórann.

Frá þessu er greint á vefsíðu Daily Mail í dag þar sem segir að Ten Hag hafi verið látinn vita af áhuga RB Leipzig.

Heimildarmenn innan Ajax telja 95% líkur á því að Ten Hag muni yfirgefa félagið eftir tímabilið og er talið að viðræður hans við Manchester United séu langt á veg komnar.

Ralf Ragnick er núverandi bráðabirgðastjóri liðsins en hann mun láta af störfum eftir tímabilið og mun að öllum líkindum taka að sér ráðgjafahlutverk innan félagsins til tveggja ára.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir