1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Reyndi að hlaupa af vettvangi

Skyldulesning

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för nokkurra í nótt vegna ölvunar- …

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för nokkurra í nótt vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs.

Ljósmynd/Lögreglan

Ökumaður bifreiðar sem lögreglan stöðvaði á tólfta tímanum í nótt í neðra Breiðholti reyndi að hlaupa af vettvangi. Var hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en nokkurn tíma tók manninn að stöðva bifreiðina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Var maðurinn sviptur ökuréttindum á staðnum.

Auk mannsins voru tveir farþegar í bifreiðinni, karl og kona, og voru þau bæði handtekin grunuð um vörslu fíkniefna og lyfja. Öllum var sleppt að lokinni sýnatöku og skýrslutöku.

Nokkur önnur ölvunarakstursmál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, meðal annars þrjú hjá stöð 2, en hún sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes.

Á 141 km/klst hraða

Þá var ökumaður sem var 17 ára stöðvaður á Hafnarfjarðarvegi á 141 km/klst hraða, en þar er 80 km/klst hámarkshraði. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir