2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Reyndu að frelsa félaga sinn úr haldi lögreglu

Skyldulesning

Þrír voru handteknir í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hópur manna gerði aðsúg að lögreglu, tálmaði störf þeirra og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar.

Fram kemur að mennirnir séu grunaðir um brot á lögreglusamþykkt, hótanir, að tálma störf lögreglunnar o.fl. Voru þremenningarnir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Einn þeirra var 17 ára og var málið því tilkynnt foreldrum hans og barnavernd.

Uppfært: Ekki náðist upphaflega í lögreglu til að fá frekari upplýsingar um málið. Í tilkynningu frá lögreglunni eru gefnar þær skýringar að mennirnir hafi verið á ferð í bifreið þegar lögreglan stöðvaði för þeirra vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þremenningarnir sem voru farþegar í bifreiðinni og reyndu þeir að tálma störf lögreglunnar á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu lögrelgu að þeir hafi haft uppi grófar hótanir í garð lögreglumanna.

Eftir handtöku ökumannsins héldu þremenningarnir á lögreglustöðina í Kópavogi og héldu þar uppteknum hætti og fór svo að þeir voru allir handteknir. Segir lögreglan að háttsemi mannanna hafi meðal annars falist í að hrækja á lögreglumenn, berja og sparka í lögreglubíla og reyna ítrekað að frelsa ökumanninn sem hafði verið handtekinn. Á meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir