Reyndu að selja fölsuð málverk fyrir 11 milljarða – DV

0
83

Hver vill ekki þéna 11 milljarða? Það var að minnsta kosti ætlunarverk fjögurra aðila frá Valencia á Spáni sem reyndu að selja fölsuð málverk fyrir 84 milljónir dollara, sem svara til um 11,4 milljarða íslenskra króna. Málverkin áttu að vera eftir Francisco de Goya og Diego Velazques. Fólkið hafði einnig falsað ýmis skjöl, sem fylgdu málverkunum, til að blekkja hugsanlega kaupendur. CNN skýrir frá þessu.

Spænska lögreglan hefur lagt hald á málverkin og er nú að rannsaka málið. Rannsóknin hófst fyrr á árinu þegar lögreglan komst að því að reynt var að selja fölsuð málverk í Valencia og Castellon.

Sérfræðingar staðfestu að málverkin væru fölsuð.