7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Ríkið áfrýjar ÍLS-dómi

Skyldulesning

Íbúðalánasjóður.

Íbúðalánasjóður.

mbl.is/Jón Pétur

Stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í síðustu viku, þar sem uppgreiðslugjald lántakenda að lánum sem tekin voru á árunum 2005-2013 var dæmt óheimilt. Þar með komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lánasjóðinum hafi verið óheim­ilt að krefja lánþega um greiðslu upp­greiðslu­gjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 

11.800 lán og 8,2 milljarðar

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði kemur fram að talverðir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir sjóðinn og þar með ríkissjóðs. 8.500 lántakar hafi greitt upp lán með uppgreiðslugjaldi og 3.300 séu með útistandandi lán með uppgreiðslugjaldi. Þegar hafi 5,2 milljarðar verið innheimtir í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum og ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána nemi um 3 milljörðum.

Vegna þessara hagsmuna þyki rétt að fá úr málinu skorið fyrir Landsrétti, en í tilkynningunni segir að ósamræmi sé á milli þessa dóms og héraðsdóms frá árinu 2014, þar sem niðurstaðan var sú að fullnægjandi lagastoð væri fyrir reglugerðarákvæðinu sem gjaldið byggði á.

Ætla áfram að innheimta uppgreiðslugjaldið

Þá er bent á að ekki sé tekið tillit til þess ávinnings sem lántakendur nutu vegna lægri vaxta. Að mati stjórnvalda hefði lækkun á kröfu átt að rúmast innan kröfugerðar ríkisins í ljósi málatilbúnaðar og því hefði borið að lækka tildæmda kröfu.

Ætlar sjóðurinn áfram að innheimta uppgreiðsluþóknunina þangað til niðurstaða Landsréttar liggur fyrir. „Þar til niðurstaða Landsréttar liggur fyrir verður innheimta uppgreiðsluþóknana með óbreyttum hætti. Verði niðurstaða dómsins sú að innheimta uppgreiðsluþóknana verði dæmd ólögmæt munu stjórnvöld miða fyrningarfrest við 4. desember 2020 þegar dómur héraðsdóms féll, auk þess sem ekki verður gerð krafa um að fyrirvari hafi verið settur af hálfu viðskiptavina við uppgreiðslu lána,“ segir í tilkynningunni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir